Síðastliðinn föstudag sóttu margar félagskonur ásamt fjölda annarra, opnunarsýningu Hrafnhildar Arnardóttur, sem þekkt er undir nafninu Shoplifter. Sýningin ber nafnið Nervescape IX og er staðsett á Norðurbryggju.
Sýningin er afar vel heppnuð og hefur fengið gríðarlega góðar undirtektir. Hún mun standa yfir fram til 2. janúar 2022 og hvetjum við alla til að gera sér ferð á Norðurbryggju til að bera hana augum.
Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um sýninguna og hér er hægt að skoða heimasíðu Shoplifter.
Stjórn FKA-DK á Nervescape IX - f.v. Ásdís Ágústsdóttir, Aldís Guðmundsdóttir, Margrét Vilhelmsdóttir, Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Marta Dís Stefánsdóttir Holck, Halla Benediktsdóttir og Ásta Stefánsdóttir (fyrir framan).
Comments