FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU Í DANMÖRKU
FKA-DK er samfélag kvenna á öllum aldri. Kvenna sem starfa við allskonar störf; hjá hinu opinbera, í einkageiranum eða eru sjálfstætt starfandi. Þær eiga það þó allar sameiginlegt að vera staðsettar í Danmörku. Í FKA-DK styðja, hvetja og lyfta konur hverri annarri upp.
Allir viðburðir félagsins eru opnir og þú þarft ekki að vera skráður meðlimur. Við innheimtum heldur ekki félagsgjöld. Við tökum glaðar á móti nýjum konum og þá gildir einu hvort þú mætir ein eða með vinkonu. Vertu hjartanlega velkomin.